Stök frétt

Undirbúningur Hátíðar hafsins er nú í hámarki. Í tjaldi Umhverfisstofnunar á hátíðinni verður lögð áhersla á minni notkun einnota plasts og að ýmislegt annað sé hægt að nota í staðinn. Einnig að mikilvægt sé að flokka plast frá öðru rusli og fyrirbyggja þannig að plast endi í sjónum.

Gefnir verða margnota grænmetis- og ávaxtapokar sem hægt er að nota í búðinni og geta gestir tekið þátt í getraun þar sem í verðlaun verður hvalaskoðunarferð fyrir fjóra í boði hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding.

Tjald Umhverfisstofnunar verður framan við Sjóminjasafnið, Grandagarði.