Stök frétt

Umhverfismál eru ofarlega á baugi í fréttum um allan heim þessa dagana. Ein fréttastofa birti þrjú innslög í sjónvarpi um umhverfismál í gær. Það er til marks um vaxandi vitund og brennandi áhuga almennings á umhverfinu.

Ríkisútvarpið sýndi í kvöldfréttum sjónvarps hvernig nemendur í 9. bekk Sjálandsskóla, Garðabæ hafa vakið athygli vegna fræðslu  og kynninga fyrir aðra um skaðsemi plasts. Ástandið er miklu verra en nemendurnir höfðu ímyndað sér áður en þeir hófu rannsóknarstörfin. 70 milljónum plastpoka er hent hér á landi árlega. Sjá hér.

Auk meðvituðu unglinganna í Garðabænum birti Rúv í gærkvöld frétt um orkuskipti. Þau eru sannarlega umhverfisvæn en í verðlegu og samkeppnislegu tilliti þarf að gera beturtil að losna við olíuna að mati forsvarsmanns fiskvinnslu á Austurlandi. Sjá hér.

Þá fór hluti Kastljóss Ríkisútvarpsins  í að varpa ljósi á að hver Íslendingur hendir árlega 23 kílóum af nýtilegum mat samkvæmt niðurstöðu úr heimilishluta rannsókna Umhverfisstofnunar á matarsóun. Kastljós tók fyrir hvað hægt væri að gera til að auka nýtingu og minnka matarsóun heima fyrir, sjá hér.