Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sóttu 80 um.

Björn á langan feril að baki sem fjölmiðlamaður. Hann hefur verið fréttastjóri og ritstjóri og vann um árabil að dagskrárgerð og fréttum í sjónvarpi, m.a. á Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, BA-gráðu í þjóðfélagsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MA-gráðu í fjölmiðlafræði og blaðamennsku frá Háskóla Íslands.

Björn mun að mestu sinna starfinu á starfstöð Umhverfisstofnunar á Borgum á Akureyri. Stöðvar Umhverfisstofnunar eru alls níu og ná út um allt land.

Eiginkona Björns er Arndís Bergsdóttir doktorskandídat og safnafræðingur. Þau eiga fimm börn.