Stök frétt

Árið 2015 var fyrsta árið sem Umhverfisstofnun fer með eftirlit samkvæmt reglugerð nr. 442/2015 um raf- og rafeindatækjaúrgang og nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma.

Farið var í alls 43 eftirlit hjá 17 fyrirtækjum sem ýmist voru framleiðendur eða innflytjendur rafhlaða, rafgeyma og raf- og rafeindatækja eða sölu- og dreifingaraðili rafhlaða og rafgeyma. Alls voru 118 vörur skoðaðar og 76 athugasemdir gerðar. Allir aðilarnir í eftirlitinu þurftu að gera úrbætur hjá sér sem vörðuðu ýmist tunnumerki á vöru, upplýsingaskyldu, móttöku og efnainnihald. 

Einnig hófst eftirlit með sveitarfélögunum en þeim ber skylda að upplýsa íbúa sína um skil á slíkum úrgangi og að taka gjaldfrjálst á móti honum frá heimilum.

Skýrsluna má skoða hér.