Stök frétt

Vegna fréttar Umhverfisstofnunar frá 13. júní s.l. þar sem stofnunin krafðist þess að Ríkisútvarpið breytti tilteknum þætti „Í garðinum með Gurrý“ eða tæki hann úr sýningu, þar sem fjallað var um plöntuvernd og tvær tilteknar vörur til nota gegn skaðvöldum í görðum, vill stofnunin taka eftirfarandi fram:

Að betur athuguðu máli er það niðurstaða Umhverfisstofnunar að draga til baka þá kröfu að sá hluti 5. þáttar í þáttaröðinni „Í garðinum með Gurrý“ sem varðar umfjöllun um þessar tilgreindu plöntuverndarvörur verði breytt eða að þátturinn í heild verði ekki aðgengilegur til endursýningar óbreyttur. Af hálfu stofnunarinnar er málinu að fullu lokið.

Ljóst er að umfjöllun um málið á sínum tíma var ótímabær og kom illa við hlutaðeigandi og biðst stofnunin velvirðingar á því.