Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nýverið gert úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara á árinu 2015 með hliðsjón af gögnum frá Tollstjóra. Alls voru tollafgreidd 25,6 tonn af þessu vörum á árinu og þar af var óskað eftir heimild Umhverfisstofnunar til tollafgreiðslu á 24,5 tonnum (96%) en 1,1 tonn (4%) voru tollafgreidd án þess að slík heimild væri fyrir hendi. Til samanburðar voru 16,7 tonn af plöntuverndarvörum tollafgreidd árið 2014 og þar af var ekki veitt heimild til tollafgreiðslu fyrir 0,8 tonnum (4%).

Það sem úttektin sýnir, er að mikill meirihluti plöntuverndarvara sem fer á markað hér á landi kemur nú fram við tollafgreiðslu og endurspegla upplýsingarnar vel  raunverulegt ástand hvað þetta varðar. Aukin tollafgreiðsla milli áranna 2014 og 2015 er um 8,7 tonn (34%) og má rekja til innflutnings á plöntuverndarvörunni Casoron G sem var tæp 12 tonn. Sala á Casoron G hefur verið óheimil frá 1. janúar 2016, en heimilt er að nota það til 31. desember 2016. Þess má geta að Casoron G fannst ekki í sölu við reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar 2016.

Í samræmi við hlutverk Umhverfisstofnunar í efnalögum er mikilvægt að stofnunin hafi ætíð bestu tiltækar upplýsingar um markaðssetningu á plöntuverndarvörum til þess að styðjast við í stefnumótun til framtíðar í þessum málaflokki sem og við skyldubundin gagnaskil til innlendra og erlendra aðila.

Hér má nálgast skýrslu um úttektina.