Stök frétt

Nú í upphafi sumars spyrja margir sig spurningarinnar: „Hvar fæ ég Casoron G?“ vegna þess að þessi vara er horfin úr hillum verslana. Spurningin ætti því frekar að vera: „Hvað get ég notað í staðinn fyrir Casoron G til að halda illgresinu niðri“. Sala á Casoron G er bönnuð hér á landi frá 1. janúar 2016 og nú þarf því að leita annara leiða í baráttunni við illgresið.

Umhverfisstofnun mælir með því að illgresið sé hreinsað í höndunum eða með þar til gerðum verkfærum. Þeim sem vilja áfram nota illgresiseyða til verksins er bent á að leita ráðgjafar hjá söluaðilum um það hvað hægt er að nota í staðinn.