Stök frétt

Mánudaginn 11. apríl höfðu um 400 manns greitt fyrir úthlutað hreindýraleyfi sem er um þriðjungur þeirra sem hafa fengið úthlutað. Frestur til að greiða leyfið rennur út þann 15. apríl. Krafa frá Ríkissjóðsinnheimtu er í heimabanka viðkomandi  og hægt er að greiða hana til kl. 21:00 þann 15. apríl sem er næstkomandi föstudagur.

Flestir hafa líka fengið sendan greiðsluseðil, en alltaf eru einhverjir greiðsluseðlar sem komast ekki til skila vegna þess að fólk hefur flutt eða er skráð með lögheimili erlendis. Af fenginni reynslu er fólki bent á að passa að innistæða sé fyrir kröfunni ef það hefur stillt á framvirkar greiðslur í heimabanka, því ef það bregst greiðist krafan ekki.  Ef ekki er greitt fyrir lok greiðslufrests hefur viðkomandi misst af úthlutuðu leyfi.