Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar á Grundartanga fimmtudaginn 14. apríl í félagsheimilinu Miðgarði í Hvalfjarðarsveit klukkan 13:30. 

Í starfsleyfum tiltekinna stærri fyrirtækja er kveðið á um að boða skuli til opins kynningarfundar um umhverfisvöktun og losun af völdum starfseminnar. Fram að þessu hafa fyrirtækin sjálf boðað slíka fundi. Þess í stað boðar nú Umhverfsisstofnun opna kynningarfundi sem eru haldnir árlega um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar.

Dagskrá fundarins:

  • Hallfreður Vilhjálmsson fundarstjóri setur fundinn.
  • Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir breytt fundafyrirkomulag.
  • Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður eftirlits og mælinga á losun iðjuveranna.
  • Eva Yngvadóttir frá Eflu verkfræðistofu fjallar um niðurstöður umhverfisvöktunarinnar.
  • Einar Friðgeir Björnsson frá Norðurál flytur erindi.
  • Sigurjón Svavarsson frá Elkem Ísland flytur erindi.
  • Umræður að loknum framsögum.