Stök frétt

Ársáætlun Umhverfisstofnunar 2016 er nú aðgengileg öllum hér á heimasíðu okkar en einnig má þar nálgast eldri ársáætlanir og ársskýrslur. Hún byggir á stefnumótun Umhverfisstofnunar 2013-2017 sem mótar umgjörð um vinnu starfsmanna. Jafnframt er horft til stefnu stjórnvalda í málaflokknum.

Ársáætlun er skipt upp eftir markmiðum stofnunarinnar sem eru átta talsins og undir hverju og einu markmiði er að finna yfirlit yfir föst verkefni, fjölda þeirra, málshraðaviðmið og undir hvaða teymi þau heyra. Jafnframt er yfirlit yfir áhersluverkefni og gagnaskil á árinu auk rekstraráætlunar stofnunarinnar.

„Við höfum verið að leggja mikla áherslu á að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar. Við höfum tekið upp mínar síður og rafræn þjónusta bætt. Stórum áfanga verður náð á árinu 2016 þegar við bjóðum upp á rafræn veiðikort til veiðimanna en það er von mín að þessi breyting muni bæta verulega þjónustu okkar við veiðimenn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar í inngangsorðum og bætir við að stofnunin nái þar tvöföldum árangri, dragi úr pappírsnotkun og bæti þjónustu við sína viðskiptavini.

Tengd skjöl