Stök frétt

Eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar er nú á ferð og heimsækir starfsleyfishafa á nýju ári. Í ár verður farið í 90 eftirlitsferðir ásamt því að sinna umsýslu og stjórnsýslu með 129 rekstraraðilum. Einnig er ráðgert að fara í a.m.k. 10 fyrirvaralaus eftirlit á árinu. Í eftirlitsteyminu eru 4 eftirlitsmenn í fullu starfi og tveir sem eru í hlutastarfi við eftirlit og eftirfylgni, en þeir sinna einnig vinnu í öðrum teymum.   Áherslur eftirlitsins í ár eru á kröfur til urðunarstaða skv. reglugerð, losun í loft, þjónustu við olíuskiljur, uppfærslu í gagnagrunnum, málshraða, þjálfun og skiptingu eftirlits, miðlun vöktunarupplýsinga til almennings og búnað eftirlitsmanna.

Í fyrra fór eftirlitsteymið í 93 eftirlit og einnig voru 33 eftirlit framkvæmd af Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirliti Austurlands skv. þjónustusamningum við stofnunina. Alls voru 123 frávik skráð á árinu og verður þeim öllum fylgt eftir. Málshraðaviðmiðum stofnunarinnar var náð og var meðaldagafjöldi eftirlitsskýrslna frá eftirliti 35 dagar, en viðmið stofnunarinnar er 45 dagar.