Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur birt skýrslu með niðurstöðum könnunar á þekkingu iðnaðar og verslunar um þær skyldur sem gilda um markaðssetningu efnavara. Markmiðið með könnuninni var að sjá hvar helst skortir á þekkingu á efnamálum, að vekja iðnað og verslun til umhugsunar um að ákveðnar kröfur gilda um meðhöndlun og markaðssetningu efnavara og að ákveða næstu skref í kynningarstarfi Umhverfisstofnunar á efnalöggjöfinni að teknu tilliti til niðurstaðna könnunarinnar. 

Í úrtakinu voru helstu iðnfyrirtæki og verslanir hér á landi sem flytja inn og/eða meðhöndla efni, efnablöndur og hluti sem innihalda efni. Upplýsingum um þá aðila var safnað úr listum yfir fyrirtæki úr eftirlitsverkefnum Umhverfisstofnunar og upplýsingum frá tollstjóra um innflutning á slíkum vörum árið 2013.