Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli neytenda á því að Nathan & Olsen hf. hefur innkallað af markaði Neutral Roll-on svitalyktareyði með eftirfarandi lotunúmerum (sjá fyrstu fjórar tölurnar í númerinu á loki vörunnar t.d. 41483LW): 
  • 4148 
  • 4162 
  • 4169 
  • 4182 

Þeir svitalyktareyðar sem framleiddir voru í ofangreindum lotum hafa mögulega mengast af örverunni Burkholderia. Hafi það gerst gæti mengaður svitalyktareyðir hugsanlega valdið sýkingu hjá fólki með skert ónæmiskerfi, t.d. sjúklingum með cystic fibrosis (slímseigjusjúkdóm). Ekki er talið að varan geti haft áhrif á heilbrigt fólk. Fyrirtækið ráðleggur þó öllum sem fundið hafa fyrir óþægindum eftir notkun vörunnar að hafa samband við lækni. 

Nathan & Olsen hf. vill, með tilliti til varúðarsjónarmiða og með hliðsjón af neytendavernd, tryggja að allar vörur sem fyrirtækið dreifir uppfylli ítrustu gæðakröfur. 

Nathan & Olsen hf. biður þá sem keypt hafa Neutral Roll-on svitalyktareyði með lotunúmer 4148, 4162, 4169 eða 4182 um að skila þeim inn til fyrirtækisins, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík. Innköllunin nær ekki yfir aðrar Neutral vörur. 

Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband í síma 530-8400/821-8433 eða í tölvupósti gudrun.gunnarsdottir@1912.is.