Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur rekið verkefni sjálfboðaliðastarfs í  náttúruvernd frá upphafi stofnunarinnar. Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar sinna fjölbreyttum verkefnum yfir löng tímabil. Vekefnið er að hluta í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök og íslenska sem erlenda framhaldsskóla.

Árið 2013 unnu sjálfboðaliðar 2.466 vinnudaga hjá Umhverfisstofnun (493,2 vinnuvikur) á 35 friðlýstum svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. 173 manns komu sérstaklega til landsinsog unnu mikilvægt starf í þágu náttúrunnar. Fram til ársins 2012 hafa flestir sjálfboðaliða komið erlendis frá en árið 2013 voru mikil tímamót, þegar samstarf við íslenska framhaldsskóla hófst og hlutfall íslenskra sjálfboðaliða fór þar með upp í 21%, en það var 1% árið áður. Í mars sl. tóku kennarar frá sjö framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu þátt í samráðsfundi um að taka Reykjaveg (120 km gönguleið) að sér, með aðstoð Sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar. 

Sjálfboðaliðar Umverfisstofnunar vinna á náttúruverndarsvæðum. Þeir aðstoða landverði Umhverfisstofnunar og einnig landverði Vatnajökulsþjóðgarðs, skógarverði Skógræktar Ríkisins og landeigendur. Þeir búa yfir mikilli reynslu, bæði í þjálfun liðsstjóra og í gerð og lagfæringu göngustíga. Þeir eru sérhæfðir í ýmsum verkefnum sem snúa að endurheimt landslags, votlendi og líffræðilegri fjölbreytni. 

Sjálfboðaliðastarfið gegnir einnig félagslegu hlutverki sem felst í því að gera íslenskum og erlendum ungmennum kleift að upplifa náttúruna og taka þátt í verndun hennar. 

Árið 2013 unnu sjálfboðaliðar í fyrsta skipti í Þjórsárverum, Geitlandi og á Eldfelli. Á Hornströndum hafa þeir í fyrsta skipti tekið að sér það verkefni að endurhlaða gamlar vörður og 70 vörður hafa verið reistar í upprunalegri mynd undir umsjón sérfræðings. Svæði á rauðum lista hafa verið einnig fengið sérstaka athygli, t.d. Mývatn og Laugarás

Að verkefninu koma nokkrir starfsmenn Umhverfisstofnunar: Umsjónarmaður sjálfboðaliða, sem skipuleggur sjálfboðaliðastarf (ráðningu sjálfboðaliða, gistingu, þjálfun, uppihald, verkfæri, samgöngur, öryggismál); landverðir í náttúrusvæðateymi sem skipuleggja verkefni á friðlýstum svæðum og fylgjast með sjálfboðaliðahópum þegar þeir koma á þeirra svæði; starfsmenn í rekstrateymi og upplýsingateymi. Á ári hverju koma einnig til Íslands 12-15 liðsstjórar sem eru sjálfir sjálfboðaliðar. Margir þeirra hafa unnið sem liðsstjórar á Íslandi í mörg sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu. 

Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunnar taka þátt í að skipuleggja námskeið í göngustígagerð í Hólaskóla í byrjun maí ár hvert og þess vegna hefur tekið Umhverfisstofnun einnig þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber heitið „Volunteer Management in European Parks“ ásamt systurstofnunum í Europarc Federation. Sjálfboðaliðar Umhverfisstonunar hafa lokið með prýði þriggja ára samstarfi við níu aðra evrópska aðila og hlutverk Umhverfisstonunar var að stjórna ferð umsjónarmanna sjálfboðaliða milli Evrópulanda til að læra af sjálfboðaliðastarfi annarra landa. Átján umsjónarmenn frá átta löndum heimsóttu þjóðgarða í Evrópu til að kynna sér sjálfboðaliðastarf erlendis. Samtals voru 180 dagsferðir nýttar.

Síðasta verkefni ársins var unnið í byrjun október þegar mjög fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Menntaskólanum við Hamrahlíð og létu gott af sér leiða ásamt nokkrum erlendum sjálfboðaliðum með mikla reynslu. Þetta var í þriðja skipti sem Umhverfisstofnun tók þátt. Helgina 5. – 6. október fór hópur sjálfboðaliða á Esju, í Reykjanesfólkvang og Laugarás og þar var unnið af krafti við að lagfæra og afmarka göngustíga. Þessi atburður er liður í því að auka sjálfboðaliðastarf í náttúruvernd meðal Íslendinga. 

Fjöldi vinnudaga eftir samstarfsaðila

Samstarfsaðilar Fjöldi vinnudaga  %
ICV - Umhverfisstofnun 1674  67,88
The Conservation Volunteers 346 14,03
Working Abroad 200 8,11
Seeds 70 2,84
Fjölbrautarskólinn Ármúla 53 2,15
Eckerd College, Florida 41 1,66
Junior Rangers Fife 30 1,22
Europarc - Grundtvig project 25 1,01
Menntaskólinn við Hamrahlíð 16 0,65
School for International Training 11 0,45
  2466 (493,2 vinnuvikur)  

Verkefni

Verkefni Vinnuvikur %
Lagfæring göngustíga (bera möl, skipta út plötu á palla, laga tröppur og ræsi) 147,8 29,97
Afmörkun göngustíga (stikun, girðing, kaðall, staurar) 106,6 21,61
Nýir göngustígar 62,8 12,73
Uppræting ágengra tegunda plantna 57 11,56
Starfssemi þjóðgarðs 25 5,07
Raka yfir hjólför vegna aksturs utan vega 22 4,46
Endurreisn gamalla varða 21 4,26
Skipulagning 20 4,06
Mosauppgræðsla 12 2,43
Kynning og þjálfun 9 1,82
Skilti og táknmyndir 5,6 1,14
Hreinsun svæða 4,4 0,89
Samtals 493,2   


Vinnuvikur fyrir hvert svæði 2003 - 2013

Svæði   2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Skaftafell - Þjóðgarður VJP 82 135 139 165 188  220 283 161 223  84,3 119
Jökulsárgljúfur - Þjóðgarður VJP 52 69 38 70 82 92 48 64 72 37,9 47,4
Mývatn og Laxá svæði UST 18 22  22 65 56 9 26 48 30 18 18,2 
Mývatn (Leirhnjúkar) Landeig.
        20
5 10   2
Fjallabak - Friðland UST 18 22 22 14 35 49 30 53 35 9,2 10
Snæfellsjökull Þjóðgarður UST 5 18 12 8 8 9 9 23 12 28 23,4
Hólar - námskeið í göngustígagerð Hólaskóli 5 5 5 5 4   5 24 17  17,4 
Lakagígar - Þjóðgarður VJP   2 5 8 7 7
15 12 6 10
Askja /  Herðubreiðalindir  VJP
2 2 1         4 5 5
Þórsmörk Skógrækt
5 13 22 48 45 46 6 40 57 38
Gullfoss UST

1 2 3 4 3 2 5 2 4,6
Geysir Landeig.
            8 32 2,4  
Lónsöræfi - Friðland VJP     3 7 6 4 4   7 5 4
Hornstrandir - Friðland UST     4     1 26 16 9 15 21
Esja Skógrækt       25 51 50 15 52 10 18 29,6
Hveravellir UST
      5 10 18 10      
Eldgjá VJP           4 10 12 11 10 8
Einkunnir - Borgarnes UST           1          
Díma í Lóni UST
          1        
Eldborg í Hnappadal UST             10 11   6 5
Grábrók UST               6 6 6 8
Hraunfossar UST               5 7   1
Vatnshornsskógur UST
            7 12 1,8
Þingvellir - Þjóðgarður Þjóðgarður
            9      
Steðja UST               1      
Geitland UST                     4
Laugarás UST                   16,4 6,4
Hraun í Öxnadal UST                   2 4
Snæfell - Þjóðgarður VJP                   6 10
Kverkafjöll - Þjóðgarður VJP                   10 10
Drekagil VJP               7  
8
Nýidalur/Kistufell - Þjóðgarður VJP                   5 5
Svarfaðardalur - Friðland UST             8       5
Dverghamrar UST                   3  
Þjórsárver - Friðland UST                     1,6
Vatnsfjörður - Friðland UST             9 12   7 3
Dynjandi UST
                5 5
Surtarbrandsgil UST                   3 2
Látrar UST                   10 10
Reykjanesfólkvangur UST              
10 37,6 3,6
Eldborg í Bláfjöllum UST                   5,4 0,6
Dyrhólaey - Friðland UST               2   1,6 6,4
Eldfell (Vestmannaeyjar) Sveitarf.                     8
Hellisheiði Landeig.         6 10          
Laugarvegurinn UST         3 16 5   5    
Önnur verkefni (félagsleg) Ýmisl.       13 7 4 5 8   2,2 3
Reykjavík (þjálfun) UST           8 1 7     6
Reykjavík (verkstæði/skipulagning) UST           2 12 11 20 13,2 20
Samtals vinnuvikur   180 280 265 405 510 569 569 566 596 456 493

Tengt efni