Stök frétt

Umhverfisstofnun vinnur að því að gera verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði í umsjón stofnunarinnar. Í þeim er m.a. fjallað um hvað þurfi að gera til að tryggja verndargildi hvers svæðis. 

Í verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá sem kom út árið 2011 er þess getið að olíutankur hafi fallið í Mývatn árið 2004 en ekki fundist þá þrátt fyrir umfangsmikla leit í kjölfarið. Í ljósi þess að lífríki vatnsins kunni að stafa hætta af olíuleka var lögð áhersla á að gerð yrði frekari leit að tanknum.

Að beiðni Umhverfisstofnunar mun mun Landhelgisgæslan leita að tanknum með fullkomnum málmleitartækjum. Leitin hefst þriðjudaginn 6. maí. Vonir standa til að tankurinn finnist sé hann á því svæði sem talið er að hann hafi fallið í vatnið. 

Kort er sýnir leitarsvæði að olíutanki í Mývatni 2014