Stök frétt

Undanfarið hafa Umhverfisstofnun og fulltrúar Akureyrarkaupstaðar unnið að undirbúningi að stofnun fólkvangs á Glerárdal. Tillagan er hér með auglýst til umsagnar. 

Markmið fyrirhugaðrar friðlýsingar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess land sem er að mestu ósnortið með fjölbreyttum jarðmyndunum og gróðurfari.

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til föstudagsins 25. apríl 2014. Hægt er að skila inn umsögnum gegnum vefinn eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir, hildurv@umhverfisstofnun.is, eða í síma 591-2000.