Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur lokið við gerð upplýsingablöðungs um öryggisblöð. Öryggisblöð eru mikilvægur þáttur í vinnuvernd og innihalda m.a. upplýsingar um örugga meðhöndlun og notkun efna og efnablandna. Vinnuveitandi skal veita starfsmönnum sínum aðgang að slíkum upplýsingum fyrir þau efni eða efnablöndur sem þeir nota eða geta orðið fyrir váhrifum af í starfi sínu. Í blöðungnum eru kynntar þær nýjungar sem gerðar voru til að aðlaga reglur um samantekt öryggisblaða að nýjum reglum um flokkun og merkingu.