Höfundur myndar: Howell Williams
Eyjan hefur frá upphafi verið rannsóknarefni vísindamanna sem þar hafa fengið einstakt tækifæri til að fylgjast með neðansjávargosi og hvernig úthafseyjar myndast og þróast. Margvíslegar rannsóknir hafa verið stundaðar sem hafa haft mikla þýðingu fyrir náttúruvísindin. Sú framsýni að friðlýsa Surtsey árið 1965, ásamt vöktunum og rannsóknum vísindamanna á lífríki og jarðfræði eyjarinnar, á stóran þátt í því að Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO.
Tímamótunum verður fagnað á Surtseyjarstofu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16:00 þar sem Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum í kaffi og kökur. Við sama tækifæri verður opnuð ljósmyndasýning í andyri Gestastofunnar þar sem verða til sýnis myndir sem Hjálmar R. Bárðarson tók af gosinu og Surtsey fyrstu árin eftir gos. Einnig verða til sýnis myndir Sigurgeirs Jónassonar sem hann tók á fyrstu vikum gossins. Laugardaginn 16. nóvember verður frítt inn á Surtseyjarsýninguna milli kl. 13:00 og 16:00 en þá verða jafnframt 50 ár liðin frá því elsta myndin á ljósmyndasýningunni var tekin. Ljósmyndasýninginn verður uppi fram að áramótum.