Stök frétt

Náttúra, menningarminjar og atvinnusköpun – Norræn ráðstefna þar sem fjallað er um hvernig nýta má náttúru og menningarminjar til atvinnusköpunar og þróunar.

Verið velkomin á norrænu ráðstefnuna „Náttúra, menningarminjar og atvinnusköpun“ þar sem skoðað verður hvernig nýta má umhverfið sem grunn í sjálfbærri þróun og nýsköpun. Áherslan verður á þá samvinnu milli einkaaðila og hins opinbera sem nauðsynleg er til að hægt sé að nýta fjölbreytileika umhverfisins fyrir sjálfbæra efnahagslega þróun: vistvæna, félagslega og menningarlega. Maður og náttúruöfl hafa skapað það umhverfi og landslag sem við búum við í dag. Hvernig verður framtíðin á landsbyggðinni á Norðurlöndum?

Um er að ræða aðra ráðstefnuna af fjórum þar sem fjallað er um nýtingu náttúru og menningarminja. Ráðstefnurnar eru haldnar af Norrænu Ráðherranefndinni og tíu norrænum stofnunum á sviði náttúru og menningarminja. Ráðstefnan er einkum ætluð fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum, opinberum stofnunum og stjórnvöldum sem hafa áhuga á atvinnusköpun og sjálfbærri nýtingu náttúru og menningarminja.

Ráðstefnan verður haldin í Åbo höll, Åbo, Finnlandi 10. - 11. febrúar 2010.

Tungumál ráðstefnunnar eru enska og sænska. Ráðstefnugjald er 30 evrur og er matur innifalinn. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 25. janúar til að vera öruggur um pláss. Íslenskir, færeyskir og grænlenskir þátttakendur geta sótt um ferðastyrk til þátttöku á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar fást hjá Maria Kurten hjá Museiverket í Finnlandi og á heimasíðu ráðstefnunnar.