Stök frétt

Þann 27. apríl var tillaga að verndaráætlun fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár birt opinberlega. Hófst þar með lögbundinn kynningarferill hennar. Umhverfisstofnun ákvað að framlengja frest til athugasemda um eina viku eða til 16. júní næstkomandi.

Megin markmið verndaráætlunarinnar er að tryggja verndun svæðisins til frambúðar þar sem sjálfbær nýting svæðisins er höfð að leiðarljósi. Verndaráætlunin leggur þannig grundvöll að sambúð manns og náttúru á verndarsvæðinu þar sem hagsmunir landeigenda, nytjarrétthafa og annarra hagsmunaaðila fara saman með verndun svæðsins. Til að megin markmiðin geti orðið að veruleika eru lagðar til fjölmargar aðgerðir. Í verndaráætluninni eru veittar grunnupplýsingar um núverandi ástand svæðisins, fjallað um það sem betur má fara í skipulagi þess, hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að viðhalda og auka verndargildi svæðisins og að lokum er hlutverk starfsmanna Umhverfisstofnunar afmarkað. Stjórn og starfsemi á náttúruverndarsvæði er stór áhrifaþáttur í þróun og framför svæðisins. Verndaráætlun fjallar ekki síst um þennan þátt, enda áhrifamesta verkfærið sem verndarsvæðið hefur.

Athugasemdir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík og þurfa að vera skriflegar.

Tillaga að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá - vefútgáfa

Viðaukar við tillöguna