Stök frétt

Frá mánaðarmótum hefur mengaður loftmassi frá mið- og suður Evrópu verið að teygja sig út á Atlantshaf. Þessi loftmassi verður föstudaginn 5. júní nokkuð sunnan og vestan við landið en er að byrja að taka U beygju og búast má við að þessi loftmassi komi inn yfir landið úr vestri á laugardag.

Spáin gerir ekki ráð fyrir því að mengunin fari yfir heilsufarsmörk. Hins vegar vegna þess hversu útbreidd mengunin er má búast við nokkru mistri í loft, sérstaklega á vestanverðu landinu. Það gerist nokkrum sinnum á ári að hingað berist mengað loft frá Evrópu en það er sjaldgæfara að það berist að landinu úr vestri.