Stök frétt

Nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fljótsdalshéraðs hafa verið í náttúruskoðun í Mývatnssveit undanfarna daga. Bergþóra Kristjánsdóttir umsjónarmaður verndarsvæðis Mývatns og Laxár hefur verið þeim innan handar varðandi fræðslu um jarðfræði og fugla svæðisins. Meðal annars var rætt um flekakenninguna og eldvirkni svæðisins, hvernig kísil og brennisteinsútfellingar myndast, af hverju það er svona vond lykt á hverasvæðum og hvernig hverasvæði myndast.

Fuglar voru skoðaðir í sjónaukum við Fuglasafn Sigurgeirs. Þar voru þeir greindir og meðal annars fjallað um muninn á buslöndum, kaföndum og fiskiöndum. Alls sáust 10 tegundir anda, þar á meðal hrafnsönd, meðal annara fugla sem sáustu voru: flórgoði, himbrimi, stelkur, óðinshani, sólskríkja og jaðrakan. Mikla lukku vöktu slorpungar í lítilli vík við fuglasafnið.