Stök frétt

Málstofa um álag á vatnshlot var haldin á vegum Umhverfisstofnunar á Grand Hótel 6. mars s.l. Málstofan var sjálfstætt framhald afMálstofa um álag á vatnshlot í mars 2009 ráðstefnu um innleiðingu vatnatilskipunar ESB, sem haldin var 31. október 2008. Á málstofunni kynnti forstjóri Umhverfisstofnunar stöðu vinnu við innleiðingu vatnatilskipunarinnar, uppbyggingu samstarfs stofnana, vinnu við afmörkuð verkefni og þá tímafresti sem hafa þarf í huga vegna gagnaskila. Fulltrúar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga kynntu uppsprettur mengunar, álag frá mengandi starfsemi, flokkun vatna, verndarsvæði, rannsóknir og vöktun sem á sér stað úti í héraði. Umhverfisstofnun fór yfir upplýsingar sem skila þarf í samræmdan evrópskan gagnagrunn um ástand vatna og vöktun á þörungainnihaldi kræklings. Háskóli Íslands kynnti rannsóknaverkefni um tbt-mengun í sniglum á völdum stöðvum við landið. Þar kom fram að þrátt fyrir bann á notkun tbt í botnmálningu skipa mælist enn umtalsverð vansköpun á kynfærum snigla í sjó. Náttúrustofa Vestfjarðar kynnti vöktun í strandsjó, sérstaklega með tilliti til fiskeldis og frárennslis, nýtingu sjávarstrauma til að marka staðsetningu útrása frárennslis í sjó og skilgreiningu vísitegunda til að ákvarða ástand umhverfis. Matvælastofnun gerði grein fyrir neysluvatni Málstofa um álag á vatnshlot í mars 2009sem matvæli og vöktun á því. Helstu álagsþættir á vatnsból eru áburðarnotkun og varnarefni, jarðskjálftar, vegagerð og iðnaður ýmiskonar. Það kom fram að 80% neysluvatns á Íslandi er grunnvatn sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Síðasta erindi málstofunnar var frá Íslenskum orkurannsóknum, en þar var farið yfir vatnsauðlindina, álag á grunnvatn frá meðal annars hitaveitum, sagt frá gagnagrunni um vatnsból og vatnsverndarsvæði og sýnt kort með dreifingu vatnsveita á landsvísu.

Umhverfisstofnun þakkar öllum fyrirlesurum og þátttakendum í málstofunni fyrir framlag þeirra. Niðurstöður málstofnunnar munu nýtast vinnuhópi um álag á vatnshlot og auðvelda alla gagnasöfnun um álag á vötn vegna innleiðingar vatnatilskipunar ESB.



Fyrirlestrar málstofunnar