Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Áætlað er að magn heimilisúrgangs aukist um 25% frá 2005 til 2020. Eitt af því sem mest ríður á að gera í þeim efnum er að efla endurnýtingu og minnka urðun, því það er það besta sem hægt er að gera til að draga úr umhverfisáhrifum sem fylgja vaxandi umfangi sorps.

Vegna þess að endurvinnsla og brennsla með endurheimt orku fer í vöxt, bendir allt til þess að losun gróðurhússlofttegunda við vinnslu heimilisúrgangs muni minnka verulega fyrir 2020.

Með því að hægja á aukningu í umfangi sorpsins eða stöðva hana hana með öllu, væri hægt að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sorpgeiranum, og slíkt myndi gagnast bæði umhverfinu og samfélaginu.

Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu