Stök frétt

Verið velkomin á fyrirlestra um sjálfsafgreiðslubari í smásöluverslunum sem haldnir verða þriðjudaginn 28. nóvember 2006 kl. 15.00 – 16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Í salatbörum og öðrum sjálfsafgreiðslubörum í matvöruverslunum er matur sem er mjög viðkvæmur fyrir þeim örverum sem í hann berast. Matvælin eru óvarin fyrir mengun og örverur geta fjölgað sér hratt ef kæling er ekki góð. Ekki eru mörg ár síðan slíkir barir komu fyrst í verslanir og má spyrja hvort þeir eigi rétt á sér í þessari mynd og hægt sé að tryggja öryggi matvæla nægjanlega.

Í fyrirlestri sínum mun Ásmundur Þorkelsson heilbrigðisfulltrúi fara almennt yfir það sem mestu máli skiptir til að tryggja fersk og örugg matvæli í sjálfsafgreiðslubörum.

Síðan mun Herdís Guðjónsdóttir matvælafræðingur á Umhverfisstofnun fara yfir niðurstöður eftirlitsverkefnis heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sem fram fór í sumar.

Allir velkomnir,
kaffi á könnunni

Með bestu kveðju, Matvælasvið Umhverfisstofnunar