Stök frétt

Þá er síðasti veiðidagur að kveldi kominn. 906 dýr veiddust af þeim 909 sem úthlutað var. Ein kýr á sv.9 og tveir tarfar á sv. 7 voru einu dýrin sem ekki náðust.

Leiðsögumenn hafa staðið sig eins og sannar hetjur, án þeirra væri þetta ekki hægt - mikið álag hefur verið á sumum þeirra síðustu daga og vikur þannig að margir verða sennilega fegnir því að hvíla sig. Þekking og reynsla þessara manna er það sem heldur þessu gangandi og leyfi ég mér að fullyrða að engin leið væri að fella svo mörg hreindýr á svo skömmum tíma ef ekki væru þessir reyndu leiðsögumenn að störfum. Undirritaður vill þakka leiðsögumönnum og veiðimönnum einstaklega góð samskipti á tímabilinu.

Skrifstofa UST á Egilsstöðum verður lokuð næstu viku þar sem starfsmaður hyggst taka sér sumarfrí.

Veiðikveðjur Jóhann G. Gunnarsson


Kvóti er vinstra megin, en það sem búið er að veiða hægra megin.

Tölur í svigum eiga við sv. 1.

Svæði
Kvóti 2006
Veitt
Kýr
Tarfar Kýr Tarfar
1 og 2
281(5) 269(50) 281(5)
269(79)
3
20 24 20
24
4
19 0 19
0
5
30 50 30
50
6
11 38 11
38
7
32 60 32
58
8
20 20 20
20
9 21 14 20 14
Samt: 434 475 433 473
 
Samt:
909
Samt.
906

Uppfært kl. 21:30 þann 15. sept. 2006 síðasta veiðidaginn.