Stök frétt

Fyrirlestur um gæði kartaflna og áhrif meðhöndlunar og geymslu verður þriðjudaginn 26. september kl. 15.00 - 16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Fyrirlesari verður Sigurgeir Ólafsson, fagsviðsstjóri hjá Landbúnaðarstofnun.

Fjallað verður um hvernig skilgreina megi gæði kartaflna og um áhrif mismunandi þátta í ræktun, meðhöndlun og geymslu. Einnig verður farið yfir helstu afbrigði kartaflna og innihald þeirra á glýkóalkalóíðum.

Allir velkomnir

Heitt á könnunni