Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um innihaldsefni, merkingu og markaðssetningu fæðubótarefna fór fram í mars og apríl 2006. Markmiðið var að kanna hvort fæðubótarefni á markaði uppfylli ákvæði reglugerðar um fæðubótarefni nr. 624/2004 með síðari breytingum.

Níu heilbrigðiseftirlitssvæði tóku þátt í verkefninu og framkvæmdar voru 135 skoðanir á fæðubótarefnum. Aðeins 3 vörur uppfylltu öll skilyrði sem lagt var upp með að skoða. Ýmsu reyndist ábótavant við markaðssetningu fæðubótarefna og má þar nefna að í tæplega 60% tilfella vantaði aðvaranir um að neyta ekki stærri skammta en ráðlagðra neysluskammta og að neysla fæðbótarefna komi ekki í stað neyslu fjölbreyttrar fæðu.