Stök frétt

Nú þegar ferðamannatíminn stendur sem hæst, er mikið um að fólk kaupi kjöt og kjötvörur til grilla eða bara til að hafa sem nesti í ferðalaginu, án þess að hafa í huga hvernig er réttast að geyma matinn á meðan ferðalaginu stendur.

Umhverfisstofnun vill því benda á mikilvægi meðferðar matvæla á ferðalaginu.

Einnig vill Umhverfisstofnun minna þá aðila sem standa að dreifingu matvæla um landið á mikilvægi þess að halda kælikeðjunni órofinni. Með órofinni kælikeðju er átt við að hitastig kælivöru sé 0-4°C alla leið frá framleiðanda til neytanda.

Það getur haft alvarlegar afleiðingar að geyma matvöru við of hátt hitastig, því vöxtur m.a. sjúkdómsvaldandi örvera eykst verulega.

Sem dæmi má nefna að ein saurkólíbaktería getur fjölgað sér það hratt, að eftir klukkutíma við of hátt hitastig geta verið komnar 1.000.000 bakteríur. Því er það ljóst að matvara sem er ekki verður hituð fyrir notkun (salöt, sósur, álegg osfrv.) og matvara sem ekki er gegnumsteikt/grilluð getur valdið matarsýkingu.

Til að tryggja öryggi neytenda hafa verið sett fram eftirfarandi viðmiðunarmörk.

  • Kælivöru á að geyma við 0-4°C.
  • Matvæli sem á að framreiða köld verður að kæla fljótt og vel og geyma við sama hitastig. Við upphitun þurfa matvæli að gegnhitna í 75°C.
  • Við flutning og afhendingu/móttöku verður hitastig einnig að haldast rétt allan tímann. Hitastigskeðjan má hvergi rofna. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.