Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Höfundur myndar:

Sumardagskrá þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum hófst með Jónsmessugöngu s.l. föstudagskvöld. Gengið var um Áshöfðann og fylgst með náttúrunni inn í nóttina um leið og rifjuð var upp þjóðtrú tengd Jónsmessunni.

Í kvöld mánudaginn 26. júní kl. 20:00 mun Dr. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur flytja erindi í Gljúfrastofu um lífshætti fálka og rjúpna í Jökulsárgljúfrum. Ólafur hefur um árabil fylgst með fálka og rjúpu á svæðinu en Jökulsárgljúfur eru mikilvæg búsvæði þessara fugla. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.