Stök frétt

Sunnudagurinn 26.mars var lokadagur landvarðanámskeiðs sem hófst 9. febrúar síðastliðinn.

Ræddir voru áhrifaþættir í stefnumörkun við rekstur og starf verndarsvæða, með leiðbeinendur voru Guðrún Kristinsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir. Kennsla fór fram í póstkortaveðri á Þingvöllum.

Átján landverðir útskrifast af námskeiðinu. Kennt er eftir nýrri námskrá sem samin var af Umhverfisstofnun og Landvarðafélaginu. Nemendur gerðu mjög góðan róm að námskeiðinu. Þátttakendur voru 18 talsins. Námskeiðið stóð í 120 stundir og hluti þess fór fram með fjarkennslu.

Umsóknarfrestur um landvarðastörf þessa sumars er útrunnin og liggja nú meira en 60 umsóknir fyrir um rúmlega 30 sumarstörf.