Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um örveruástand á grillkjöti og sviðum var framkvæmt frá júlí til október 2005. Hér má sjá niðurstöðurnar.

Engin Salmonella greindist í þeim 45 sýnum af lambakjöti og sviðum sem tekin voru í þessu verkefni. Ástand sýnanna m.t.t. annarra örveruþátta var ekki skoðað. Sýnin voru ekki mörg en verkefnið gefur þó vísbendingu um að lambakjöt og svið séu ekki menguð af salmonellu hér á landi. Sýnatökudreifing um landið var góð og val heilbrigðissvæðanna á sýnum einnig.

Skýrsla um örveruástand á grillkjöti og sviðum