Stök frétt

Út er komin reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir sem miðast að því að kortleggja hávaðasöm svæði í umhverfinu og aðgerðaáætlanir til þess að draga úr hávaða í umhverfinu.

Með reglugerðinni verður veghöldurum, rekstraraðilum flugvalla og sveitarstjórnum gert að gera hávaðakort með reglubundnum hætti. Á hávaðakorti á m.a. að koma fram hvar hávaði fer yfir umhverfismörk. Kortlagning hávaða skal í fyrstu miðast við stóra flugvelli og vegi með árlega umferð a.m.k. sex milljón ökutækja.

Þar sem hávaði er yfir umhverfismörkum skal vinna áætlun um aðgerðir sem miða að því að draga úr áhrifum hávaða. Slíkar aðgerðir verða þá á ábyrgð sveitarstjórna og skal almenningi og hagsmunaaðilum vera gert kleift að kynna sér áætlunina og gera athugasemdir við hana.

Reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir

Fræðsluefni um hávaða á vef Umhverfisstofnunar