Stök frétt

Menga díselbílar minna en bensínbílar? Er svarið já eða nei eða já og nei? Hvernig á að meta losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losun súrra lofttegunda? Er hægt að bera sótmengun frá díselbílum saman við kolmónoxíð frá bensínbílum?

Farið verður yfir helstu atriði er varða eldsneytisnotkun og mengun frá bensínvélum og díselvélum. Sú mengun verður borin saman við hin ýmsu form loftmengunar til þess að reyna að svara spurningunni hvort díselbílar mengi minna en bensínbílar.

Fyrirlesari er Þór Tómasson fagstjóri hjá UST.

Fyrirlesturinn er þriðjudaginn 13. september 2005 kl. 15:00 að Suðurlandsbraut 24, 5 hæð.