Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur sent Umhverfisráðherra tillögur sínar að veiðistjórnun á rjúpu fyrir haustið 2005. Eru tillögur Umhverfisstofnunar byggðar á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands um veiðiþol rjúpnastofnsins en það er um 70.000 rjúpur haustið 2005

Tillögurnar eru í stuttu máli eftirfarandi:

  1. Sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum.
  2. Stytting veiðitímabils úr 69 dögum í 25-28 daga.
  3. Áframhaldandi friðun Reykjanesskagans
  4. Hvatningarátak meðal veiðimanna um að hver veiðimaður veiði ekki fleiri en 15 rjúpur yfir veiðitímann.

Tillögurnar fara nú til umsagnar hagsmunaðila og er stefnt að því að reglugerð um tilhögun veiðanna verði gefinn út í byrjun september.