Stök frétt

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók þann 9. ágúst sl. sýni af grænum Baby asparagus frá Tælandi sem Bananar ehf. fluttu inn. Niðurstöður rannsókna liggja nú fyrir og greindist Salmonella sp. í aspasnum. Í ljósið þess hefur dreifing vörunnar verið stöðvuð og í samvinnu við innflytjanda hefur hún verið tekin úr sölu. Varan hefur einungis verið seld í Hagkaupum og Melabúðinni. Um eftirfarandi vöru er að ræða:

  • Vöruheiti: Baby asparagus
  • Upprunaland:Tæland
  • Framleiðandi: Exorians Co., Tælandi
  • Lotunúmer: LOT # 480803
  • Umbúðir: 200g bakkar, pakkað í plastfilmu

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar og innflytjandi beina því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga umrædda vöru að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt.