Stök frétt

Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir heimsótti sjálfboðaliða í Skaftafell í gær ásamt breska sendiherranum og starfsmönnum Umhverfisstofnunar. Heimsóknin var í tilefni af styrk sem Breska sendiráðið veitti nýlega til sjálfboðaliðastarfs í Skaftafelli.

Fjöldi sjálfboðaliða starfar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum á ári hverju og sinna þeir þar meðal annars uppbyggingu göngustíga, lagfæringum og viðhaldi.

Styrkurinn var nýttur til að bæta aðstöðu í skála sem sjálfboðaliðar hafa til afnota.