Stök frétt

Lokið er gerð nýrrar 200 fermetra plankastéttar á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn.

Gangstéttin tekur við ofan tröppunnar sem tengir efri og neðri aðkomu og liggur að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Eldri gangstígurinn var tekinn að bila og orðinn illfær að hluta.

Umhverfisstofnun vill koma á framfæri þökkum til ÁTVR fyrir þeirra framlag, en ÁTVR styrkti gerð plankastéttarinnar í gegnum Pokasjóð að upphæð 4,0 m kr.

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra mun opna göngustíginn formlega miðvikudaginn 6. júlí nk. kl. 16:30.