Stök frétt

Umhverfisstofnun og Embætti Yfirdýralæknis telja þörf á að skýra verklag og verkaskiptingu aðila þegar grunur leikur á illri meðferð dýra.
Fyrst og fremst er talin þörf á því að skýra hvert tilkynningum um illa meðferð dýra skuli beina svo enginn vafi leiki á því hvernig fyrstu viðbrögðum skuli háttað og að eftirfylgni og einsleit málsmeðferð sé tryggð.

Einnig er mikilvægt að hinn almenni borgari sé meðvitaður um hvert skuli leita við slíkar aðstæður.

Hér er verklagsregla sem skýrir meðferð mála skv. dýraverndarlögum (nr. 15/1994) og búfjárlögum (nr. 103/2002).

Sérstaklega ber að veita athygli að öllum tilkynningum, óháð tegund dýrs, skal beina til viðkomandi héraðsdýralækna.