Stök frétt

Mynd: zhang kaiyv á Unsplash

Ábending frá dýraverndarráði. Gætið vel að kettinum ykkar.

Nú fer sá tími í hönd að fuglar fara að unga út eggjum sínum og ungarnir fara ófleygir á stjá. Þrastarungar yfirgefa hreiðrin hálffleygir og mófugla- og andaungar eru ófleygir á ferð og eru því auðveld bráð fyrir ketti og önnur rándýr. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem veiða helst að nóttu til. Á þessum tíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina. Þá eru kattaeigendur hvattir til að hengja bjöllur í hálsólar katta sinna.