Stök frétt

Nýr upplýsingavefur er í þróun hjá Umhverfisstofnun sem sýnir niðurstöður loftgæðamælinga líðandi stundar. Loftgæði eru mæld á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Grensásveg, í Húsdýragarðinum, á Keldnaholti og við Hvaleyrarholt. Svifryksmælingar fóru einnig fram við Miklatorg frá 1984-2002 og er sú stöð einnig merkt inn á kortið.

Vefur með loftgæðamælingum Umhverfisstofnunar

Loftgæðamælingar við Grensásveg og í Húsdýragarðunum eru samstarfsverkefni Umhverfissvið Reykjavíkur og Umhverfisstofnunar. Vefurinn er í þróun og verður frekari gögnum bætt inn þegar fram líða stundir.