Stök frétt

Mynd: Charl Folscher á Unsplash

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um hreinlæti í stóreldhúsum stóð yfir allt árið 2004 og var ýmist framkvæmt sem hluti af reglulegu matvælaeftirliti eða í sérstakri ferð í fyrirtækin það ár.

Framkvæmd verkefnisins náði til 153 stóreldhúsa, tekin voru 791 sýni með snertiskálum (Rodac-skálum), framkvæmt sjónmat á hreinlæti og frætt um mikilvægi hreinlætis. Það er nokkuð einkennandi af niðurstöðum verkefnisins hve vinnuborð, áleggshnífar og skurðarbretti koma illa út.

Þrjár ástæður má telja til (1) Örverur safnast í rákir / rispur í skurðarbrettum og á vinnuborðum; (2) Áleggshnífar eru gamlir og erfitt að taka þá í sundur til að þrifa; (2) Örverur "fá far" upp á vinnuborðin s.s. af höndum starfsfólks, óhreinum borðtuskum eða hlutum/kössum sem gætu hafa verið á gólfi áður.

Skýrsla um hreinlæti í stóreldhúsum