Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Ábyrgð atvinnurekenda

Innflytjendur og framleiðendur eru ábyrgir fyrir því að:

  • Vera skráðir í skráningarkerfi hjá Umhverfisstofnun svo hægt sé að hafa eftirlit með þeim (innflytjendur eru sjálfkrafa skráðir í gegnum Tollstjóra en framleiðendur þessara vara þurfa að skrá sig hjá Ríkisskattstjóra).
  • Merkja rafhlöður og rafgeyma (sjálfa vöruna) með tunnumerkinu (yfirstrikuð sorptunna)
  • Leiðbeina kaupendum um innihald og meðhöndlun á vörunni þ.e. að hana eigi að flokka sérstaklega og skila á móttökustöðvar (t.d. Sorpu, gámafélaga, Efnamóttökuna) eða til sölu- og dreifingaraðila og það sé gjaldfrjálst.
  • Mega ekki selja eða dreifa rafhlöðum og rafgeymum sem innihalda meira en 0,0005% af kvikasilfri miðað við þyngd og færanlegar rafhlöður og rafgeyma sem innihalda meira en 0,002% af kadmíum miðað við þyngd (á þessu eru þó undanþágur sem fyrirtæki þurfa að skoða betur í reglugerðinni eftir því hvað við á).
  • Innflytjendur og framleiðendur eru ábyrgir fyrir því að úrgangurinn sé meðhöndlaður með réttum hætti og komið til förgunar hjá starfsleyfisskyldum aðilum.

Sölu- og dreifingaraðililar eru ábyrgir fyrir því að:

  • Selja hvorki né dreifa rafhlöðum og rafgeymum sem innihalda meira en 0,0005% af kvikasilfri miðað við þyngd og færanlegar rafhlöður og rafgeyma sem innihalda meira en 0,002% af kadmíum miðað við þyngd (á þessu eru þó undanþágur sem fyrirtæki þurfa að skoða betur í reglugerðinni eftir því hvað við á).
  • Taka á móti notuðum rafhlöðum og rafgeymum fólki að kostnaðarlausu og bera ábyrgð á því að skila úrganginum til starfsleyfisskyldra móttöku- og förgunaraðila.
Síðan eru aðilar sem geta verið bæði t.d. innflytjandi og söluaðili og þá ber hann ábyrgð á því að fylgja eftir öllum þessum þáttum.