Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Elkem Ísland ehf. Breytingin felur í sér að rekstraraðili fái að taka á móti og endurnýta eldhúð (e. Mill Scale) hvort sem hún er skilgreind sem úrgangur í upprunalandinu eða ekki. Eldhúð er járnoxíð eins og aðrir járngjafar, s.s. járngrýti og kemur málið aðallega til vegna innkaupa rekstraraðila á eldhúð frá Finnlandi. Misjafnt er hvort svona hráefni er skilgreint sem úrgangur í upprunalandi eða ekki og með breytingunni eru tekin af öll tvímæli um notkun á þessu hráefni sé heimil þannig að ekki verður unnið lengur á undanþágu en umhverfis- auðlindráðuneytið hefur veitt rekstraraðila nokkrar undanþágur frá starfleyfi vegna þessarar notkunar. 

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. apríl til og með 19. maí 2021 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Umhverfisstofnun tekur fram að Elkem Ísland ehf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi og það er í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Fyrirhugað er að gefa út nýtt starfsleyfi þar sem m.a. er tekið tillit til nýrra BAT-niðurstaðna og verkefnis um niðurfellingu þynningarsvæða.
Gildistíma starfsleyfisins var ekki breytt og gildir starfsleyfið til 1. september 2025 eins og áður.

Breytt starfsleyfi