Stök frétt

Umhverfisstofnun og Skeiða- og Gnúpverjahreppur kynna hér með áform um friðlýsingu svæðis í Þjórsárdals sem nær m.a. til Gjárinnar, Háafoss og nágrennis í samræmi við 50. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.

Umhverfisstofnun kynnir jafnframt, ásamt sveitarfélaginu Ölfusi, Hveragerðisbæ og umráðendum ríkisjarða, að höfðu samráði við ríkiseignir, áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar í Ölfusi.

Áform um friðlýsingar eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áform um friðlýsingar er til og með 18. febrúar 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Frekari upplýsingar um fyrirhugaða friðlýsingu svæðis í Þjórsárdal má finna hér og frekari upplýsingar um Reykjatorfu má finna hér.