18. september.2014 | 07:28
Leyfi fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar mýs og geymslu á erfðabreyttum fósturvísum
Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til ArcticLAS, Ltd. CRO fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar mýs í dýraaðstöðu á Krókhálsi 5d, Reykjavík. Einnig fær fyrirtækið leyfi til að geyma fósturvísa úr erfðabreyttum músum í köfnunarefni.
Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára.
Tengd gögn: