Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Höfundur myndar: Þorsteinn Jóhannsson

Mælingar á svifryki á Maríubakka í Fljótshverfi hafa legið niðri um tíma vegna bilunar í mælinum. Reynslan úr bæði Eyjafjallajökuls og Grímsvatnagosinu hefur sýnt að svifryksmælarnir, sem eru hannaðir til að mæla venjulega borgarmengun, þola illa öskuna og því hafa bilanir og viðhald verið mun meira heldur en við venjulegar aðstæður. Unnið er að viðgerð og mælingar munu hefjast í ný í Fljótshverfi um leið og henni líkur.