Veiðifrétt

26.08.2019 22:37

27. ágúst 2019

Gott veður en sennilega þoka á fjörðum. Búið er að fella rúmlega 60 dýrum færra en á sama tíma í fyrra. Guðmundur Péturs. með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Skjöldólfsstaðahnjúk, Grétar með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Leirvatnskvos, Helgi Jenss. með einn að veiða kú á sv. 1, Jakob Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Leirvatnskvos, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða tarfa á sv. 1, fellt í Kinnalandi og í Langadal. Ívar Karl með þrjá að veiða tarfa á sv. 1, fellt innst í Selárdal, fer með einn í tarf sv 1, fellt við Þjóðfell, Bensi í Hofteigi með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt við Súlendur, Árni Vald með einn að veiða kú á sv. 1, fellt austan við Þjóðfell, Ómar með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt í Miðheiðargrjóti, Alli Hákonar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Svörtukrókum, Jón Magnús með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Gilsárvötn, Snæbjörn með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Gilsárvötn, Jón Egill með tvo að veiða tarfa á sv. 3, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 5, fellt í Vöðlavík, Örn Þorsteins með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 6, felldur tarfur á Hraunum, Maggi Karls með tvo að veiða tarfa á sv. 6, fellt í Sandfelli, Guðm. Valur með þrjá að veiða kýr á sv. 7. fellt í Vesturbót.
Til baka