Losun Íslands

Hér má sjá losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum árin 1990-2014 skipt upp eftir helstu flokkum. Hér er ekki sýnd losun frá landnotkun (LULUCF) en sá flokkur fellur ekki undir skuldbindingar ríkja gagnvart Loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda (án LULUCF) árið 2014 var 4.597 kílótonn af CO2 ígildum. CO2 ígildi gróðurhúsalofttegunda  eru reiknuð út frá því hve mikil gróðurhúsaáhrif (hnatthlýnunarmáttur) þau hafa miðað við CO2. Þannig er hnatthlýnunarmáttur PFC (m.v. 100 ár) 7.390-12.200 miðað við CO2. Árið 1990 var losunin 3.634 kílótonn tonn og hefur losun gróðurhúsalofttegunda því aukist um 26,5% á þessu tímabili. Mest var losunin árið 2008 eða 5.140 kílótonn. Hár toppur það ár skýrist af gangsetningu álversins á Reyðarfirði en við gangsetningu verður meira útstreymi frá kerjum heldur en þegar álver eru komin í stöðugan rekstur

 

Ítarefni um loftslagsmál

Á íslensku

Á ensku

Nýjasta skýrslan

Eldri skýrslur

Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira