- Hafa náð 20 ára aldri til þess að geta fengið skotvopnaleyfi.
- Skrá þig á námskeið.
Sjá næstu námskeið.
- Skila læknisvottorði og passamynd inn til lögreglunnar í því umdæmi sem þú átt lögheimili í með góðum fyrirvara fyrir námskeiðið.
- Sækja um sakavottorð hjá lögreglunni um leið og þú skilar inn læknisvottorði og passamynd.
- Lögreglan þarf að hafa fengið öll gögn frá þér minnst tveim vikum fyrir námskeiðið til þess að þú eigir möguleika á að vera samþykkt/ur á námskeiðið.
- Kynna þér viðfangsefnið vel áður en námskeið hefst.
- Mæta á námskeiðið og taka próf.